Krónubréf að nafnvirði 13 milljarða króna var gefið út af hollenska bankanum Rabobank í morgun.

Útgáfan er til eins árs og ber 10,25% vexti en ávöxtunarkrafan er nokkuð lægri þar sem bréfin voru seld á yfirverði.                                Greiningadeild Glitnis segir útgáfuna líklega til að draga nokkuð úr áhyggjum manna af komandi gjalddögum þar sem hún auki líkur á að þeim verði mætt að einhverjum leyti með nýjum útgáfum.

Alls falla 27,5 milljarðar krónubréfa á gjalddaga í september og þar af 18 milljarðar í næstu viku.

Á fjórða ársfjórðungi eru tæplega 60 milljarðar krónubréfa á gjalddaga og nær 130 milljarðar á fyrsta fjórðungi á næsta ári.