Friðrik Skúlason ehf. hefur nú gefið út nýja útgáfu af veiruvarnarforritinu Lykla-Pétri fyrir Windows stýrikerfi. Þessi nýjasta útgáfa, sem nefnist útgáfa 3.15a, tekur mið af breytingum sem orðið hafa á Windows XP með útgáfu Windows XP Service Pack 2 (SP2) og vinnur með nýrri öryggismiðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center) til að veita notendum samhæft öryggiskerfi með öflugri veiruvörn og til að einfalda allt öryggisviðhald.

Starfsmenn Friðriks Skúlasonar ehf. hafa verið í nánu samstarfi við Microsoft í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum við undirbúning þessarar útgáfu til að samhæfa Lykla-Pétur nýju Windows öryggismiðstöðinni sem fylgir SP2. SP2 er ókeypis uppfærsla á Windows XP sem færir notendum betra öryggi og kynnir til sögunnar talsverðar nýjungar. Strangar, sjálfgefnar öryggisstillingar og betri samhæfing við veiruvarnarhugbúnað, jafnt sem aðrar nýjungar, vinna sameiginlega að því að fyrirbyggja þær hættur sem tölvunotendum stafar af tölvuveirum og tölvuþrjótum. Windows XP notendur sem einnig nota Lykla-Pétur fyrir Windows geta nú notið sérstaklega góðrar varnar með samhæfðu öryggiskerfi Lykla-Péturs og stýrikerfisins. Notendur ættu því að uppfæra Lykla-Pétur í útgáfu 3.15a við fyrsta tækifæri.

?Það er okkur hjá Microsoft sönn ánægja að vinna með Friðriki Skúlasyni ehf. að því að veita okkar sameiginlegu viðskiptavinum öflugt öryggiskerfi sem er einfalt í notkun og sem allra bestu þjónustu,? segir Neil Charney frá Windows Client Group hjá Microsoft í Bandaríkjunum. ?Lykla-Pétur vinnur með öryggismiðstöð Windows XP SP2 til að veita notendum einfaldari og þægilegri aðgang að upplýsingum um stöðu öryggismála á tölvum sínum,? segir Neil Charney. Með útgáfu 3.15a af Lykla-Pétri bætist nýr eiginleiki við uppfærsluferli forritsins. Nú athugar forritið á fimmtán mínútna fresti hvort nýjar veirugagnaskrár hafi verið gefnar út hvenær sem tölva er nettengd
og gerir notendum kleift að uppfæra veirugagnaskrár sínar um leið og nýjar eru gefnar út. Lykla-Pétur athugar hvort nýrri veirugagnaskrár séu til staðar á vefþjónum Friðriks Skúlasonar ehf. og lætur notandann vita um leið og þörf er á uppfærslu.

Staða veirugagnaskráa er nú auðséð strax í fyrsta glugga Lykla-Péturs en auk þess má sjá stöðu veirugagnaskráa Lykla-Péturs í öryggismiðstöð stýrikerfisins. Fram kemur fram hvort forritið sé með nýjustu veirugagnaskrár eða hvort þörf sé á uppfærslu. Einnig mun forritið tilkynna notendum ef því hefur ekki tekist að ná sambandi við netið í þrjá daga og líklegt þyki því að þörf sé á uppfærslu. Ef þörf er á uppfærslu á veirugagnaskrám Lykla-Péturs geta notendur annað hvort sótt uppfærslu
handvirkt með því að smella á ?Uppfæra? takkann eða stillt forritið til að uppfæra sig sjálfkrafa með því að smella á ?Áætluð verk? og tímastilla þar reglulegar uppfærslur. ?Útgáfa 3.15a af Lykla-Pétri fyrir Windows tekur mið af nýjungum í SP2 og býður Windows notendum upp á betra og samhæfðara öryggiskerfi þar sem mun auðveldara er að fylgjast með stöðu
veirugagnaskráa,? segir Friðrik Skúlason. ?Þessi nýja útgáfa af Lykla-Pétri styrkir enn frekar þá áreiðanlegu vörn sem Lykla-Pétur hefur veitt íslenskum jafnt sem erlendum tölvunotendum í gegnum tíðina. Síauknar vinsældir forritsins í þau rúmlega tíu ár sem við höfum staðið í
veiruvarnarrannsóknum og þróun hugbúnaðarins má eflaust rekja til áreiðanleika þess og einfaldleika í notkun ásamt því hversu létt og fyrirferðalítið forritið er á tölvum notenda.?