Ný útlán Íbúðalánasjóðs voru um 5,8 milljarðar í febrúar en innlausnir á húsbréfum námu 10 milljörðum. Alls voru ný útlán sjóðsins í febrúar 2004 um fimm milljarðar króna í húsbréfakerfinu, viðbótarlánum og leiguíbúðalánum og er því um 16% aukningu að ræða í febrúar 2005 miðað við sama tíma 2004. Allt stefnir í að útlán sjóðsins verði meiri á fyrsta ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma stefnir í minni uppgreiðslur á eldri útlánum sjóðsins en ráð var fyrir gert. Þetta kom fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.