*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 13. maí 2013 08:22

Ný Valhöll gæti risið við Öxarárfoss

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir margt í bígerð sem setið hafi á hakanum.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

„Við getum vonandi hafist handa á næstu vikum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en fengist hefur 35 milljóna króna framlag til verkefna á Þingvöllum. Tuttugu milljónir koma úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en 15 úr ríkissjóði. Til viðbótar hefur verið sótt um 130 milljónir króna úr ríkissjóði af fjáraukalögum. Ýmislegt stendur til, svo sem bygging brúar sem tengist saman göngupall frá útsýnisskífu á Hakinu og göngubraut niður Almannagjá. 

Ólafur Örn segir í samtali við Morgunblaðið í dag að á meðal verkefna sem bíði er bygging sem kæmi að einhverju leyti í stað Hótel Valhallar sem brann í júlí árið 2009. Hann segir vanta veitingastað og veislu- og viðhafnarsal, bæði fyrir almennar veislur, Alþingi og ríkisstjórn.

„Þetta hefur lengi verið í skoðun, t.d. hvort byggja skuli á gamla Valhallarreitnum, við Furulund við Öxarárfoss eða á Hakinu. Ýmislegt bendir til að síðastnefndi staðurinn henti best,“ segir Ólafur Örn í samtali við blaðið.