Í tilefni af kynningu á DUST 514 á E3 – Electronic Entertainment Expo – ráðstefnunni sem nú fer fram í Los Angeles hefur CCP hleypt af stokkunum nýjum vef fyrir leikinn slóðinni www.dust514.com . Vefurinn hefur verið í smíðum síðustu vikur af vefdeild CCP. Í tilkynningu kemur fram að þar megi finna aragrúa af upplýsingum um DUST 514, þjóðir og liðsheildir í leiknum, tæknilegar upplýsingar um vopn og farartæki, myndbönd, fréttir og blog-skrif leikjahönnuða hans sem flestir eru staðsettir á starsstöð CCP í Shanghai. Á næstu misserum verða ýmsar nýjungar kynntar á síðunni.

Með nýju vefsíðunni er opnað fyrir umsóknir fyrir prufuaðgang að DUST 514, en leikurinn mun ekki koma formlega út fyrr en síðar í ár. Þeir sem sækja um aðgang geta á næstu vikum fengið aðgang að svokallaðri lokaðri Beta prufuútgáfu (“closed Beta access”). Fólk um allan heim, þar á meðal á Íslandi, getur sótt um aðgang.

Á E3 hefur CCP jafnframt kynnt til leiks nýtt smáforrit, DUST 514 VITA app, fyrir farsíma. Með “appinu” geta spilarar leiksins fylgst með og haft umsjón með ýmsum sem tengjast persónu sinni í leiknum, m.a. hvað varðar stillingar og kaup á vopnum og farartækjum.