Veiðikort af ársvæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa verið gerð aðgengileg á heimasíðu félagsins svfr.is. „Nokkuð hefur borið á því að misræmi hafi verið í kortum af þeim ársvæðum sem félagið hefur haft á sínum snærum, en nú hefur verið gerð bragarbót á því og öll kort af ársvæðum félagsins verið samrýmd í útliti og gerð aðgengileg fyrir veiðimenn,“ segir vefsíðu Stangaveiðifélagsins.

„Það er von okkar að með þessu fækki þeim stundum veiðimanna sem fara í það að rúnta upp og niður bakkana í leit að veiðistöðum.“ Áhugasamir geta farið vef félagsins og skoðað kortin sem eru aðgengileg á pdf-sniði.