Framleiðandi véla varðskipsins Þórs hefur tekur ákvörðun um að skipta um aðra aðalvél skipsins. Ástæðan er titringur í vélinni sem ekki hefur tekist að laga. Skipið verður tilbúið í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta .

Viðgerðin mun kosta um einn milljarð króna. Nauðsynlegt er að rífa bæði nýju og gömlu vélina í sundur til að hægt sé að koma þeirri gömlu úr vélarsalnum og setja þá nýju í staðinn.

Rolls Royce er framleiðandi vélanna og mun hann taka á sig allan kostnað vegna verksins.

Hægt er að lesa frétt Fiskifrétta í heild hér.

V/S Þór kemur til landsins í Vestmannaeyjum þann 26.10.11. (Mynd: Landhelgisgæslan)
V/S Þór kemur til landsins í Vestmannaeyjum þann 26.10.11. (Mynd: Landhelgisgæslan)
© Aðsend mynd (AÐSEND)
 Varðskipið Þór í Vestmannaeyjum.