Bakkavör Group hefur gert samning um byggingu nýrrar verksmiðju í London. Áætluð stærð verksmiðjunnar er um 15,000 fermetrar að flatarmáli og er ætlunin að taka verksmiðjuna í notkun á þriðja ársfjórðungi 2005. Með opnun verksmiðjunnar verður unnt að loka elstu verksmiðju félagsins sem hefur verið óhagkvæm í rekstri og er gert ráð fyrir lokun hennar árið 2006.

Með lokun eldri verksmiðjunnar og opnun þeirrar nýju tvöfaldast afkastageta félagsins í London og er jafnframt gert ráð fyrir að hagkvæmni í rekstri muni aukast verulega. Áætlaður fjárfestingarkostnaður samfara þessum framkvæmdum er talinn nema um 2,5 milljarðar króna (20 milljónum punda).