Á föstudagsmorguninn næsta verður opnað hjá N1 í Borgarnesi, þar sem áður var Hyrnan, í endurbættu húsnæði þar sem öllu innandyra hefur verið gjörbylt frá lokun síðasta haust. Sagt er frá þessu í frétt Skessuhorns og er áætlað er að formleg opnun hjá N1 verði föstudaginn 31. maí.

Vb.is geindi frá því í mars að Hyrnan heyrði sögunni til og að til stæði að opna þar verslun N1. Þar var haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni allt hafi verið hreinsað út úr byggingunni. „Við rífum ekki húsið. Það var orðið mjög flókið, búið að bæta það hér og þar. En húsið mun standa og grunnlögun þess,“ sagði hann í samtali við vb.is.

Hyrnu-nafnið hefur verið lagt niður og mun stöðin framvegis bera heitið N1.