*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 25. júní 2019 15:22

Norðurfirðingar endurheimta verslun

Verslunin Verzlunarfélag Árneshrepps var opnuð í Norðurfirði á Ströndum í gær.

Ritstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson mætti á opnunina og flutti ávarp.
Aðsend mynd

Verslunin Verzlunarfjelag Árneshrepps var formlega opnuð í Norðurfirði á Ströndum í gær. Fyrri rekstraraðilar verslunarinnar hættu rekstri síðastliðið haust, en í byrjun árs var stofnað nýtt verslunarfélag og urðu hluthafar 138. Árný Björk Björnsdóttir er verslunarstjóri nýju verlsunarinnar. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr á árinu þá var sett 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var viðstaddur opnunina og hélt ávarp í tilefni hennar. Í ávarpi sínu sagði hann að verslun að þessu tagi skipti gríðarlega miklu máli fyrir lítið samfélag eins og í Árneshreppi og raunar mætti segja að verslunin væri hjarta samfélagsins.