*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 31. ágúst 2013 14:39

Ný verslun tölvuteks opnar - myndir

Tölvutek opnaði nýja verslun í Hallarmúla í hádeginu í dag.

Ritstjórn

Ný verslun Tölvuteks opnaði í Hallarmúla hádeginu í dag, en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er um stærstu tölvuverslun landsins að ræða. Opnunarhátíðin stendur fram eftir degi og Sirkus Íslands skemmtir gestum, auk þess sem ýmsar kræsingar verða í boði.

Nýtt fyrirtækjasvið Tölvuteks var opnað, en það mun sérhæfa sig í þjónustu og búnaði fyrir smærri fyrirtæki.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fjöldi fólks mættur strax við opnunina.

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Tölvutek