Nasdaq Iceland hefur tilkynnt nýja vísitölu sem mun bera heitið First North 25.

Nýju vísitölunni verður dreift frá og með 15. október nk. en vísitalan mun innihalda þau 25 félög sem eru stærst og mest átt viðskipti með á Nasdaq first Norh og Nasdaq First North Premier.

Vísitalan er hluti af viðleitni Nasdaq  til að styðja við smá, meðalstór fyrirtæki og að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland sagði þegar tilkynnt var um vísitöluna að "með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang.“