Framkvæmdir standa nú yfir af miklum krafti við viðbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk í Hveragerði en hún var reist á síðasta ári. Um er að ræða um 240 fermetra viðbót til austurs við húsnæðið sem reist var á síðasta ári. Ástæða þess að ráðist var í viðbygginguna er sú að eftirspurn eftir plássi í Sunnumörk hefur verið mikil frá ýmsum rekstraraðilum og færri komist að en viljað.

Framkvæmdin er í höndum SS-verktaka og veður húsið afhent fullklárað til nýrra rekstraraðila undir vorið.