Hagfræðideild HMS gerir ráð fyrir talsverðum skammtímaáhrifum á fasteignamarkaði en búast ekki við miklum sviptingum til lengri tíma litið. Ef byggingaframkvæmdir íbúðarhúsnæðis halda áfram að dragast saman er hætta á að íbúðaskortur myndast innan fárra ára þegar hagkerfið tekur við sér á ný.

Ef verðáhrif nýbygginga eru undanþeginn þá hækkaði fasteignaverð um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu, 3,9% í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og 2,6% annars staðar á landinu í mars síðastliðinn samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Um 38% af nýbyggingum seldust undir ásettu verði miðað við tölur mars, um 44% í febrúar og um 48% í janúar. Hlutfallið hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2018.  14,6% nýrra íbúða sem seldust yfir ásettu verðu í mars milli ára var

Leigjendur telja ólíklegra að þeir verði áfram leigumarkaðnum á næstunni. Hlutfall landsmanna sem telja líkur á vera á leigumarkaðnum eftir hálft ár lækkaði úr 18% í 15% milli síðustu mælinga HMS og Zenter.