Í frétt á viðskiptavef Jyllands-Posten er fullyrt að mögulegum kaupendum að Nyhedsavisen hafi verið boðið að kaupa blaðið fyrir eina krónu [danskar]. Þar segir reyndar að ekki sé vitað hversu mikið Morten Lund og meðfjárfestar hans hafi greitt fyrir 51% hlut í útgáfufélagi Nyhedsavsien en ýmsir heimildamenn hafa borgað eitthvað í líkingu við það gegn því að yfirtaka reksturinn og tapið sem nemi 380 til 520 milljónum íslenskra króna á mánuði.

Á móti hafi “Íslendingarnir” gert samkomulag við hina nýju hluthafa um að þeir fái ákveðið hlutfall af hagnaði í framtíðinni ef hann verði einhvern tímann einhver en ekki sé vitað hvert það hlutfall er.

Þá segir Jyllands-Posten að Morten Lund hafi fengið aðalritsjóra Nyhedsavisen, David Trads, forstjórann Svenn Dam og sölustjórann Morten Nissen og fjármálastjórann Lars Lindstrøm til þess að legja fram fé í púkkið með sér við kaup á Nyhedsavisen.