Nyhedsavisen, danska fríblaðið að fyrirmynd Fréttablaðsins, þarf að horfast í augu við dreifingarvandræði aðeins fimm dögum fyrir fyrsta útgáfudag, segir í frétt Ritzau-fréttastofunnar.

Áætlað er að fyrsta eintökin af Nyhedsavisen komi út á föstudaginn næstkomandi.

Í fréttinni segir að Kaupmannahafnarbúar séu þreyttir á fríblöðunum og að það hafi reynst erfitt að fá aðgang að póstkössum í fjölbýlishúsum í borginni.

Martin Nissen, framkvæmdastjóri danska fríblaðsins, segir að dreifingaráætlunum hafi verði breytt á sumum stöðum í Kaupmannahöfn en bætir við að breytingarnar muni ekki hafa áhrif á heildardreifingu Nyhedsavisen.