Mikið var um lækkanir á markaði í dag TM lækkaði um 1,88%,  Reitir um 1,12%,  Össur um 1,03%,  Vodafone um 0,92%,  Sjóvá um 0,91%, Marel um 0,54%, Reginn um 0,36%, Eik um 0,32% og Vís lækkaði um 0,13%.

Þrjú félög hækkuðu á markaði í dag, Nýherji hækkaði mest eða um 4,67%, Eimskip um 0,73% og Nýherji um 0,55%. Í dag tilkynnti Nýherji að stjórn Nýherja hefði sett 25% eignarhlut í Tempo í lokað söluferli. Tempo stefnir á 60% tekjuvöxt á þessu ári.

Úrvalsvísitalan lækkað um 0,41% og var lokagildi hennar 1.426,77 stig. Lokagildi skuldabréfavísitölu GAMMA var 268,208.