Nýherji hækkaði mest í kauphöllinni dag eða um 1,89%, en tilkynnt var fyrr í dag um að fyrirtækið hefði keypt Hópvinnukerfi hf. Veltan var reyndar ekki mikil í viðskiptum með bréf félagsins, eða 2,2 milljónir króna. Marel hækkaði um 1,08%, Reginn um 1,01%, Össur um 0,84%, og Icelandair um 0,2%.

HB Grandi lækkaði mest í dag eða um 0,95%, TM um 0,71%, Eimskip um 0,67%, Vís um 0,37% og Reitir um 0,08%. Heildarvelta á markði í dag nam 5,6 milljörðum króna, þar af nam velta af hlutabréfaviðskiptum 1,4 milljörðum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,14% í dag og var lokagildi hennar 1,480.36 stig. Hún hefur hækkað um tæp 13% frá áramótum.