Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,68% í viðskiptum dagsins og er lokagildi hennar því 1.710,83. Vísitalan hefur þar með lækkað um 9% á árinu.

Nýherji hækkaði um 2,25% og það í 5 milljón króna viðskiptum. Marel hækkaði næst mest, eða um 1,9% í 377 milljón króna viðskiptum. Þá hækkuðu Hagar um 1,29% ríflega 32 milljón króna viðskiptum.

Einu lækkanirnar voru á N1, TM og Reitum. Tryggingamiðstöðin lækkaði lítið, eða um 0,17% í 70,6 milljón króna viðskiptum. Reitir lækkuðu um 0,3% í 5,8 milljón króna viðskiptum og N1 um 1,12% í 397 milljón króna viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2,9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði þá um 0,6% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 0,9 milljarða viðskiptum.