Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,83% í dag. Heildarvelta á mörkuðum nam tæpum 7,5 milljörðum króna viðskiptum. Velta á hlutabréfamarkaði nam 2,5 milljörðum og velta á skuldabréfamarkaði 4,9 milljörðum.

Gengi hlutabréfa nánast allra félaga sem skráð eru í Kauphöllina hækkuðu í dag að HB Granda undanskildum. Mest hækkaði Nýherji eða um 3,51% í 22,3 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, mikið í viðskiptum dagsins eða um 2,51% í 421,9 milljón króna viðskiptum. Icelandair Group hækkaði einnig um 1,58% í 167,7 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Símans eða 614,5 milljón króna velta, gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 0,82% í dag.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,8% í dag í 2,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 4,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 3,7 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,3 milljarða viðskiptum.