Bréf Nýherja hækkuðu um 6,27% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Var þetta mesta gengishækkun dagsins en velta með bréfin nam 23,7 milljónum króna. Almennt hlutafjárútboð fór fram meðal stjórnar- og starfsmanna dagana 11. til 14. september síðastliðinn. Útboðsgengi var 3,9 kr á hlut og fjöldi hluta var 10.000.000. Eftirspurn var hinsvegar eftir 20.145.413 hlutum. Félagið hyggst bjóða 10.000.000 hluti til sölu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í framhaldinu.

Í dag hækkaði gengi bréfa HB Granda um 0,97% N1 um 0,69%, Icelandair um 0,58%, Haga um 0,11% og Marel um 0,10%.

Þá lækkaði gengi bréfa TM um 0,62% og VÍS um 0,24%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,29% og stendur nú í 1.138 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 226 milljónum króna.