Nýherji hagnaðist um 328 milljónir króna á árinu 2015. Árið var eitt það besta í sögu fyrirtækisins, að sögn forstjóra þess, Finns Oddssonar. Rekstrarafkoma allra félaga samstæðunnar var jákvæð fyrir árið 2015.

„Þau góðu skref sem við tókum á liðnu ári eru hluti af vegferð sem er ekki lokið, sagði Finnur í viðtali við Viðskiptablaðið. „Við búumst við að halda áfram á þessari vegferð á nýju ári.”

EBITDA félagsins nam heilum milljarði króna á liðna árinu, miðað við að árið 2014 nam EBITDA 827 milljónum króna. Það er rúmlega 20% aukning milli ára. Að sama skapi jókst heildarhagnaður milli ára um 69 milljónir, eða 26% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins nam þá 28% í lok ársins, en var 16,7% í lok árs 2014.

Finnur segir félagið hafa náð markmiðum sínum um aukningu hlutafjár þessu á liðnu ári.

„Við höfum unnið að því markvisst í ár að bæta eiginfjárhlutfall samstæðunnar með öllum þeim ráðum sem okkur standa til boða,” segir Finnur. „Þá má helst nefna bættan rekstur samstæðunnar, útgáfa nýs hlutafjár, og sölu eigna félagsins.”

Finnur segir hlutafjáraukninguna hafa fengið mjög góðar undirtektir og metur það til merkis um að fyrirtækið sé á réttri leið hvað reksturinn varðar. Töluverð umframeftirspurn var fyrir hlutafénu.

„Þessi bæting er fyrst og fremst tilkomin vegna þess að við erum að skila ágætri afkomu, en líka vegna þess að við gáfum út nýtt hlutafé í desember,” segir Finnur. „Við fengum mjög góðar undirtektir við útgáfuna og við teljum það til merkis um að við séum á mjög góðri leið.”