Á aðalfundi Nýherja hf. þann 25. janúar 2008 var samþykkt að breyta samþykktum félagsins þar sem stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 65 milljónir króna.

Allt að 25 milljónum verður ætlað til greiðslu fyrir hlutafé í TM Software hf. og allt að 40 milljónum verði ætlað til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna innan Nýherjasamstæðunnar, að því er kemur fram í tilkynningu.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að nýta þessa heimild og auka hlutafé félagsins um kr. 45 milljónir á genginu 22,0. Þar af verða 15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og 29.097.447 hlutir ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna samstæðunnar.