Nýherji hefur áunnið sér IBM platínum samstarfsaðild á Íslandi og er fyrirtækið einungis eitt þriggja slíkra á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Samstarfsaðilar IBM á Norðurlöndum skipta hundruðum en einungis samstarfsaðilar sem hafa tekið nægilega margar IBM gráður, búa yfir sérfræðiþekkingu á lausnum IBM, hafa selt lausnir þess fyrir ákveðna upphæð að lágmarki og geta tryggt ákveðið stig af þjónustu er heimilt að bera slíka aðild. Nýherji er einn fárra samstarfsaðila á Norðurlöndum sem er platínum samstarfsaðili í vélbúnaði, hugbúnaði og þjónustu frá IBM,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Einungis þau fyrirtæki sem geta tryggt IBM viðskiptavinum aukið virði umfram önnur er heimilt að bera platínum aðild, sem er mikil gæðavottun þegar kemur að lausnaflóru IBM. Nýherji hefur verið samstarfsaðili IBM í 25 ár, en tengsl fyrirtækjanna ná enn lengra aftur. Í gegnum tíðina hefur Nýherji skapað sér gríðarlegri þekkingu á innviðum IBM, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki heims, með um 400 þúsund starfsmenn og starfsemi um heim allan. Það okkur mikill heiður að hljóta platínum samstarfsaðild sem mun án efa hvetja okkur enn frekar til dáða í að veita viðskiptavinum vandaða og góða þjónustu,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri lausna og þjónustu hjá Nýherja.