Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland lækkaði um 0,59% í viðskiptum dagsins, sem námu tæpum 2,2 milljörðum króna, og stendur hún nú í 1.711,68 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,08% í 1.339,76 stig í 2,5 milljarða viðskiptum.

Mest hækkaði gengi bréfa Skeljungs eða um 1,59% í 207 milljón króna viðskiptum, og stendur gengið nú í 6,40 stigum. Næst mest var hækkunin á gengi bréfa Regins eða um 0,98% í 518 milljón króna viðskiptum sem jafnframt voru mestu viðskiptin á hlutabréfamarkaði í dag. Fæst nú hvert bréf félagsins á 25,75 stig.

Mest lækkuðu bréf Nýherja, eða um 3,03% í 27 milljón króna viðskiptum og er nú hvert bréf félagsins verðlagt á 30,40 krónur. Næst mest lækkun var á gengi bréfaEimskipa, eða um 1,14% í 104 milljón króna viðskiptum. Lokagengi bréfa félagsins var 260,50 krónur.

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,4% í dag í 2,1 milljarða viðskiptum en skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,7 milljarða viðskiptum.