Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,42% í dag og stendur nú í 1.718,19 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 13,7 milljörðum, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 4,3 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði 9,4 milljarðar.

Tvö félög sem lækkuðu umtalsvert í gær réttu úr kútnum í viðskiptum dagsins. Gengi hlutabréfa Nýherja hækkaði um 9,92% í 124,8 milljón króna viðskiptum og gengi hlutabréfa N1 hækkaði sömuleiðis um 5,63%. Hins vegar lækkaði gengi Nýherja um 14,66% í gær og gengi bréfa N1 um 11,83%.

Einnig hækkaði gengi hlutabréfa VÍS nokkuð eða um 5,06% í 467 milljón króna viðskiptum. Icelandair Group lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,64% í 704,8 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 4,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 8,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 8,1 milljarða viðskiptum.