Ríkiskaup hefur gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á lausnum, búnaði og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem einnig eru aðilar að rammasamningnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

Þar segir að samningurinn gerir þeim mögulegt að fá tölvur, netþjóna, prentara, gagnageymslur, rekstrarvörur og annan búnað fyrir tækniþjónustu á sérkjörum.

Þá kemur fram að fyrsti rammasamningur Ríkiskaupa var gerður árið 1994. Nú eru um 164 virkir samningar af ýmsum gerðum við 78 birgja og velta rammasamninga eykst ár frá ári.

Fyrsti rammasamningur um upplýsingatækni var gerður árið 2000 og hefur Nýherji verið með frá upphafi.