HB grandi lækkaði mest í kauphöllinni í viðskiptum dagsins í dag.

Nýherji hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, líkt og í gær, eða um heil 6,94%. Í gær var tilkynnt um að fyrirtækið hefði keypt Hópvinnukerfi hf og virðist markaðurinn taka kaupunum vel. Velta með bréfin var þó líkt og í gær ekkert sérlega mikil, eða um 4,5 milljónir króna.

Hagar hækkuðu um 1,93%, Össur um 1,25%, Eimskip um 1,12%, Reginn um 0,33%, TM um 0,24% og Reitir um 0,23%. Mest var lækkunin hjá Fjarskiptum, eða 0,38%. Icelandair lækkaði um 0,2% og HB Grandi um 0,12%.

Heildarvelta á markaði í dag nam rúmlega 15 milljörðum króna og þar af var velta á hlutabréfamarkaði 1,7 milljarðar og skuldabréfamarkaði 13,3 milljarðar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,38% og var lokagildi hennar 1,483.82. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,04% og er 1,124.01.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,04% og er gildi hennar 131.423. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,16% og er gildi hennar 307.483.