Nýherji hf. hefur selt starfsemi félaganna Applicon A/S og Applicon Solutions A/S í Danmörku. Kaupandinn er Ciber A/S í Danmörku, sem er hluti af  fyrirtækjasamstæðunni Ciber Inc. Söluverð er trúnaðarmál. Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að salan muni hafa óveruleg áhrif á niðurstöðu rekstrarreiknings Nýherja á fyrsta ársfjórðungi. Hins vegar styrkist lausafjárstaða fyrirtækisins auk þess sem áherslur í rekstri skerpast.

Rekstur Applicon í Danmörku hefur ekki gengið sem skyldi í gegnum tíðina og hefur það haft áhrif á rekstur Nýherja . Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ytra, karl Peter Vilandt, hætti sagði upp í febrúar. Í síðasta ársuppgjöri Nýherja var viðskiptavild Applicon upp á 1,1 milljarð króna afskrifuð. Þetta er annað fyrirtækið í Danmörku sem Nýherji selur. Hitt er Dansupport , sem var selt í byrjun árs. Með sölunni nú hefur Nýherji hætti rekstri í Danmörku.

Ciber í Danmörku tekur yfir rekstur Applicon um mánaðamótin næstu.

Um 40 manns starfa hjá fyrirtækjunum.