Nýherji seldi í dag eigin bréf fyrir um 323 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eftir söluna á Nýherji 9,9% af eigin bréfum en fyrir söluna nam hlutafjáreignin 19,3%. Í viðskiptum eru 23.093.139 hlutir á genginu 14.

Um er að ræða kaupréttartilboð til hluthafa samkvæmt áskriftarblaði dagsett 15. maí 2006.

Vogun keypti fyrir um 118 milljónir króna 8.434.000 hluti. Árni Vilhjálmsson er stjórnarmaður í Nýherja, Vogunar og Fiskveiðahlutafél. Venusar. Vogun á 67.774.000 hluti eftir viðskiptin. Eignarhlutur Vogunar í Nýherja fer í 27,30% úr 23,9%. Fiskveiðahlutafél. Venus keypti fyrir um 15,5 milljónir króna 1.109.200 hluti og á eftir viðskiptin 12.201.200 hluti.

Áning-fjárfestingar keypti fyrir um 54 milljónir króna 3.850.000 hluti og á eftir viðskiptin 32.350.000 hluti. Fruminnherjarnir Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, eiga hlut í félaginu. Aðila fjárhagslega tengdir Áningu-fjárfestingar eiga 43.462.765 hluti.

Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, keypti fyrir um 31 milljón króna 2.219.526 hluti og á 37.957.000 hluti eftir viðskiptin. Fjárhagslega tengdir aðilar eiga 37.975.000 hluti.

Audur Invest Holding SA keypti fyrir um 16,7 milljónir króna 1.189.787 hluti en það er fjárhagslega tengt Þórði Sverrissyni forstjóra Nýherja. Eftir viðskiptin á hann 5.289.887 hluti.

Árni Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Nýherja, keypti fyrir um 420 þúsund krónur 30.000 hluti og á eftir viðskiptin 330.000 hluti. Fjárhagslega tengdir aðilar eiga 79.975.200 hluti.

Örn D. Jónsson, stjórnarmaður, keypti fyrir um 5 milljónir króna 357.000 hluti en hann átti enga hluti í Nýherja fyrir viðskiptin.

Guðmundur Jóh. Jónsson, stjórnarmaður í Nýherja, keypti fyrir um 3,3 milljónir króna 238.470 hluti og á 476.940 hluti fyrir viðskiptin.