Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur opnað vef þar sem upplýsingar um Ólympíuþátttakendur ÍSÍ eru aðgengilegar. Í tengslum við vefinn afhenti Nýherji ÍSÍ fartölvur og myndavél til notkunar á leikunum. Andvirði styrksins er tæplega ein milljón króna.

Með tölvubúnaðinum mun fararstjórn eiga þess kost að sinna samskiptum við skrifstofu ÍSÍ á meðan leikunum stendur og fyrir þátttakendur að halda sambandi við vini og ættingja hér heima. Þátttakendur ÍSÍ á leikunum í Peking verða um 50 talsins.

Nýherji selur tölvur frá Lenovo hér á landi en Lenovo er einn af 12 aðal stuðningsaðilum Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar (IOC) varð fyrsta fyrirtækið í Kína til þess að verða einn af aðal stuðningsaðilum IOC og þar með Ólympíuleikanna.

Vefur ÍSÍ um leikana í Peking.