Rekstrarhorfur hjá fyrirtækjum Nýherja erlendis eru ágætar að því er kemur fram í uppgjörstilkynningu félagsins. Þar segir að verkefnastaða erlendis sé góð og líkur á ágætri afkomu fyrir starfsemina. Tap var á rekstri þriggja dótturfélaga erlendis og því var ákveðið að hætta nýjum þróunarverkefnum og starfsemi óarðbærra rekstrareininga.

Rekstur og afkoma dótturfélaganna Applicon A/S í Danmörku og Applicon í Svíþjóð gekk vel og skilaði góðum hagnaði á árinu segir í uppgjörstilkyningu. Þessi félög vinna einkum fyrir stærri fyrirtæki og banka í Danmörku og í Svíþjóð og er verkefnastaða þeirra góð.

Tap var af rekstri Applicon ehf. á Íslandi, en í uppgjörstilkyningu segir að á fjórða ársfjórði hafi verið gerðar margþættar breytingar á starfsemi félagsins til að styrkja reksturinn. Verulegt tap var af rekstri Dansupport A/S í Danmörku, einkum á fyrri hluta ársins, en með nýjum framkvæmdastjóra var reksturinn endurskipulagður og er að nást jafnvægi í starfsemi félagsins.