*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 9. október 2008 09:45

Nýi Glitnir banki hf. stofnaður í dag

Ritstjórn

Búið er að stofna nýtt fyrirtæki, Nýi Glitnir banki hf.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ber hið nýja fyrirtæki kennitöluna 491008-0160 sem gefur til kynna að það hafi verið stofnað í dag.

Nýi Glitnir banki hf. er til heimilis á Lindargötu 1-3, 101 Reykjavík sem er í húsnæði fjármálaráðuneytisins við Arnarhvol.

Í fyrradag stofnaði fjármálaráðuneytið nýtt fyrirtæki, Nýi Landsbanki Íslands hf. eins og fram kom á vef Viðskiptablaðsins þann dag. Sá banki tók til starfa í dag.