Nýi Glitnir hefur ákveðið að lækka útláns- og innlánsvexti bankans frá og með deginum í dag.

Með þessu hafa kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hjá Glitni lækkað um 2,85% eða úr 21,85% í 19% frá  28. október síðastliðnum. Þá hafa algengustu yfirdráttarvextir lækkað um 2,05-3,5% hjá bankanum og vextir á algengustu sparnaðarreikningum lækkað á bilinu 0,5-2,5% á sama tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

„Það er forgangsatriði að bæta rekstarumhverfi fyrirtækja á Íslandi og létta vaxtabyrði heimilanna eins og kostur er. Þessi lækkun bankans er liður í því.”, segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis í tilkynningunni.

„Með þessari lækkun erum við að taka skref í átt að lægra vaxtastigi til viðskiptavina Nýja Glitnis.”