*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 10. september 2017 13:34

Nýi iPhone verður iPhone X

Nýjasti og mikilvægasti iPhone tæknirisans Apple mun bera nafnið iPhone X, ef marka má upplýsingar sem láku innan úr fyrirtækinu

Ritstjórn

Upplýsingarnar sem láku benda til að nýju iPhone-símarnir, sem verða kynntir á þriðjudaginn 12. september, verði kallaðir iPhone 8 og 8 Plus og komi í stað forvera sinna iPhone 7 og 7 Plus. VIð þetta bætist svo ný tegund, iPhone X, sem verður betri og dýrari útgáfa af nýju símunum, með OLED-skjá, betri myndavél og þrívíddarandlitsskanna sem hægt verður að nota til að aflæsa símanum. 

Í frétt á vef Bloomberg er því velt upp hvort X standi fyrir tíu og að iPhone X sé tíu ára afmælisútgáfa símans, en tíu ár eru liðin frá því hulunni var svipt af iPhone árið 2007. Apple-aðdáendur bíða því í ofvæni eftir þriðjudeginum, þar sem nýjar vörur Apple verða kynntar.

Stikkorð: Apple iPhone