Undanfarna mánuði hefur Nýi Kaupþing banki átt í viðræðum við eigendur Pennans ehf. um endurskipulag á fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að markmiðið hafi verið að treysta undirstöður rekstrarins. Viðræðunum er nú lokið og varð niðurstaðan sú að Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf.   Í tilkynningunni kemur fram að Nýi Kaupþingi gerir ráð fyrir að rekstur Pennans á Íslandi verði að mestu leyti með óbreyttu sniði.

Penninn var stofnaður 1932 og hefur í áranna rás þjónustað fyrirtæki og einstaklinga með bækur, ritföng, skrifstofuvörur og húsgögn. Undir rekstur Pennans heyra m.a. verslanir Eymundsson, Griffill, Bókabúð Máls & Menningar, Islandia og Saltfélagið.