Í dag taka nýir búvörusamninar gildi. Samningarnir voru samþykktir á Alþingi þann 13. september síðastliðinn með 19 atkvæðum, en stór hluti Alþingismanna annað hvort sátu hjá eða mættu ekki í atkvæðagreiðsluna.

Matvælastofnun er falin framkvæmd á stuðningsgreiðslum til bænda. Nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi.

„Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu á nýju búvörusamningunum á síðustu mánuðum til að tryggja hnökralausa framkvæmd þeirra á nýju ári. Þann 2. janúar 2017 koma til fyrstu stuðningsgreiðslurnar, (beingreiðslur í mjólk og gripagreiðslur til kúabænda) í samræmi við nýju samningana,“ segir í tilkynningu frá MAST.

Kostnaður ríkisins vegna samninganna árið 2017 er áætlaður 13,7 milljarðar króna og er einnig áætlað að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann.

Samningarnir gilda til tíu ára frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Þeir verða svo endurskoðaðir árið 2019. Samkvæmt samningunum munu um 132,2 milljarðir greiðast úr ríkissjóði vegna þeirra.