Unnur Magnúsdóttir og Haukur Víðisson hafa keypt rekstur Dale Carnegie á Íslandi, segir í fréttatilkynningu.

Unnur hefur starfað sem þjálfari hjá fyrirtækinu síðan 2001 en Haukur hefur undanfarin ár sinnt eigin veitingarekstri.

Í tilkynningunni segir að fyrirtækið flyst í kjölfar kaupa Unnar og Hauks í glæsilegt húsnæði að Ármúla 11 sem rúmar alla starfsemi fyrirtækisins. Með nýju húsnæði myndast tækifæri til enn frekari vaxtar en fyrirtækið hefur verið í örum vexti undanfarin ár.

Samstarf fyrirtækisins við nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hefur gert það að verkum að fyrirtækjaþjálfun er sífellt stærri hluti starfsins og má búast við enn frekari aukingu á næstu misserum. Einstaklingsnámskeið hafa engu að síður haldið vinsældum sínum og eru biðlistar á námskeið í janúar og september ár hvert. Þeir einstaklingar sem sótt hafa Dale Carnegie námskeiðin á Íslandi skipta nú þúsundum.

Allir þjálfarar og starfsmenn fyrirtækisins starfa áfram með nýjum eigendum og framkvæmdastjóri verður áfram Unnur Valborg Hilmarsdóttir.