Hluthafar í Slippfélaginu í Reykjavík hafa selt félagið til bræðranna Péturs Más og Ástgeirs Finnssona. Kaupverð er ekki gefið upp.

Í tilkynningu kemur fram að Slippfélagið í Reykjavík, sem er málningarverksmiðja fyrir húsa- og skipamálningu, er næstelsta hlutafélag landsins, stofnað í marsmánuði 1902.

Á 105 ára sögu félagsins hafa margir af þekktustu framámönnum í íslensku viðskiptalífi komið við sögu þess, þ.á.m. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður.

Fyrirtækin Lex og Kontakt önnuðust ráðgjöf við viðskiptin.