Nýir hluthafar munu koma að Olíuverslun Íslands, Olís. Samningar þess efnis eru langt á veg komnir. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru aðilar tengdir Samherja og Kaupfélagi Skagfirðinga meðal fjárfesta, en stefnt er að því að hópurinn verði breiður.

Leit að fjárfestum hefur staðið yfir um nokkurt skeið.

Olís hefur verið í eigu þeirra Gísla Baldurs Garðarssonar og Einars Benediktssonar í gegnum félagið FAD 1830.

Óvíst er hver hlutur þeirra verður eftir endurskipulagningu. Hann mun ráðast af því hvort og hversu mikið fjármagn þeir leggja til félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.