Fjármálaeftirlitið (FME) komst að þeirri niðurstöðu þann 22. desember síðastliðinn að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 25%. Frá þessu er greint á vef FME í dag.

Landsbankinn seldi undir lok síðasta árs rúmlega 31 prósents hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpa 2,2 milljarða króna. Kaupendurnir voru tveir; Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag margra stofnfjárhafa, og félagið BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda Borgunar. Hluturinn var ekki auglýstur til sölu og ekkert opið söluferli fór fram.