Nýir eigendur hafa tekið við Ölvisholt Brugghúsi, en það var var stofnað árið 2007 og var eitt af fyrstu handverks brugghúsum landsins.

Nýir eigendur segjast ætla sér stóra hluti sem ætla að efla reksturinn til muna og halda áfram að þróa gæðabjóra. Hópurinn samanstendur af Jörundi Jörundssyni, Þór Bæring Ólafssyni, Guðmundi Hreiðarssyni, Braga Hinriki Magnússyni, Einari Sigurðssyni og Berglindi Snæland.

Elvar Þrastarson verður áfram bruggmeistari Ölvisholts en hann hefur starfað hjá Ölvisholti í þrjú ár. Meðal annars er stefnt að því að auka vöruúrval og koma reglulega með nýja bjóra á markað. Meðal nýjunga hjá Ölvisholti er nýr gæðabjór sem bruggaður var sérstaklega fyrir bjórhátíðina á KEX sem hefst 24. febrúar.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Þór Bæring að eigendurnir hafi ekki komið að bjórframleiðslu áður en að það sé mikilvægt bruggmeistari hafi það svigrúm sem hann þurfi til að þróa nýja bjóra.