Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lauk í dag með samþykki allra óveðtryggðra kröfuhafa. Skipti er móðurfélag Símans, Skjásins, Mílu og tengdra félaga.

Fram kemur í tilkynningu frá Skiptum að ferlið hafi staðið yfir frá byrjun þessa árs. Við endurskipulagninguna lækka vaxtaberandi skuldir úr 63 milljörðum króna í 27 milljarða með því að kröfuhafar breyta skuldum sínum í hlutafé.

Þá segir í tilkynningunni að framundan er hluthafafundur félagsins þar sem nýir hluthafar taka við því. Helstu hluthafar Skipta nú eru Arion banka, sem var stærsti kröfuhafi Skipta en eignast 40% hlut í félaginu, Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem eignast 13% hlut auk nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins.