*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Fólk 5. apríl 2017 15:48

Nýir forstöðumenn á sviði fjármálastöðugleika

Guðrún Ögmundsdóttir og Eggert Þröstur Þórarinsson eru nýir forstöðumenn á sviði fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðrún Ögmundsdóttir og Eggert Þröstur Þórarinsson eru nýir forstöðumenn á sviði fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vefsvæði Seðlabankans.

Guðrún Ögmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja. Guðrún er með meistarapróf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 2004 en hefur starfað sem sérfræðingur á sviði fjármálastöðugleika frá árinu 2006.

Eggert Þröstur Þórarinsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns þjóðhagsvarúðar. Hann mun jafnframt gegna stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra fjármálastöðugleika. Eggert er með meistarapróf í fjármálum frá University of Cambridge í Bretlandi og meistarapróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Eggert hefur starfað í Seðlabanka Íslands á sviði fjármálastöðugleika frá árinu 2010.