*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 23. mars 2018 09:11

Nýir framboðslistar í Garðabæ og Hafnarfirði

Sara Dögg leiðir sameiginlegt framboð Garðabæjarlistans, en Siggi Stormur leiðir Miðflokkinn í Hafnarfirði.

Ritstjórn
Sex efstu menn á lista Miðflokksins í Hafnarfirði, en listinn er leiddur af Sigurði „Stormi“ Þ. Ragnarssyni.
Aðsend mynd

Tveir nýir framboðslistar hafa verið kynntir til sögunnar í Garðabæ og Hafnarfirði, í þeim fyrrnefnda munu fjölmargir flokkar leiða saman einn lista eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá, en Miðflokkurinn býður þó fram sjálfstætt í bænum. Sá flokkur hefur kynnt lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði.

Sara Dögg Svanhildardóttir er oddiviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sara Dögg er fyrrum skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar til margra ára. Í dag er hún ein af stofnendum og stjórnendum Arnarskóla ses, sérskóla fyrir börn með þroskafrávik.

Jafnframt hefur almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði samþykkt tillögu uppstillinganefndar um framboðslista Miðflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði en þar verður Sigurður Þ. Ragnarsson veður- og jarðvísindamaður oddviti en í öðru sæti er Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari. Sigurður hefur oft gengið undir gælunafninu Siggi Stormur frá því hann var í veðurfréttum.

Framboðslisti Garðabæjarlistans í Garðabæ:

 1. Sara Dögg Svanhildardóttir Stjórnandi
 2. Ingvar Arnarson Framhaldsskólakennari
 3. Harpa Þorsteinsdóttir Lýðheilsufræðingur
 4. Halldór Jörgensson Tölvunarfræðingur
 5. Valborg Ösp Á Warén Stjórnmálafræðingur
 6. Guðjón Pétur Lýðsson Knattspyrnumaður
 7. Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málfræðingur
 8. Baldur Svavarsson Arkitekt
 9. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir Mannauðsráðgjafi
 10. Hannes Ingi Geirsson Grunnskólakennari
 11. Anna Guðrún Hugadóttir Frv. Starfs og námsráðgjafi
 12. Guðlaugur Kristmundsson Verkefnastjóri
 13. Guðrún Elín Herbertsdóttir Viðskiptafræðingur/bæjarfulltrúi
 14. Tómas Viðar Sverrisson læknanemi
 15. Sólveig Guðrún Geirsdóttir félagsmiðstöðvarstarfsmaður
 16. Dagur Snær Stefánsson handboltamaður
 17. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Fyrrv. Skólastjóri tónlistarskólans á Álftanesi
 18. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stjórnmálafræðingur
 19. Fanney Hanna Valgarðsdóttir Þroskaþjálfi
 20. Snævar Sigurðsson Erfðafræðingur
 21. Erna Aradóttir Frv. Leikskólastjóri
 22. Steinþór Einarsson Bæjarfulltrúi

Framboðslisti Miðflokksins í Hafnarfirði:

 1. Sigurður Þ. Ragnarsson Náttúruvísindamaður
 2. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Grunnskólakennari
 3. Jónas Henning Fjárfestir
 4. Gísli Sveinbergsson Málarameistari
 5. Arnhildur Ásdís Kolbeins Viðskiptafræðingur
 6. Elínbjörg Ingólfsdóttir Öryggisvörður
 7. Ingvar Sigurðsson Framkvæmdastjóri
 8. Magnús Pálsson Málarameistari
 9. Sævar Gíslason Iðnfræðingur
 10. Ásdís Gunnarsdóttir Sjúkraliði
 11. Davíð Gígja Sjómaður
 12. Bjarni Bergþór Eiríksson Sjómaður
 13. Sigurður F. Kristjánsson Kjötiðnaðarmaður
 14. Haraldur J Baldursson Véltæknifræðingur
 15. Skúli Alexandersson Bílstjóri
 16. Rósalind Guðmundsdóttir Viðskiptafræðingur
 17. Árni Guðbjartsson Fv. baadermaður
 18. Guðmundur Snorri Sigurðsson Bifvélavirkjameistari
 19. Tómas Sigurðsson Rekstrarstjóri
 20. Árni Þórður Sigurðarson Tollvörður
 21. Kristinn Jónsson Skrifstofumaður
 22. Nanna Hálfdánardóttir Frumkvöðull