Kristján Már Atlason
Kristján Már Atlason

Kristján Már Atlason hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Olís. Kristján Már er hagfræðingur með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá sama skóla.

Kristján Már hefur undanfarin ár starfað hjá Samskipum og gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum bæði hér heima og erlendis. Helstu störf hans hjá félaginu voru forstöðumaður innflutningssviðs og forstöðumaður erlendrar starfsemi, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og framkvæmdastjóri Samskip Logistics og Samskip - Icepack B.V. í Hollandi. Áður en Kristján Már hóf störf hjá Samskipum starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Jónum Transport hf. í 4 ár og gengdi hann samhliða því starfi um tíma starfi framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar ehf.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra smásölusviðs hjá Olís.

Sigríður Hrefna er Cand. Jur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Sigríður Hrefna hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður hjá Arion banka en áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri skilanefndar Sparisjóðabankans og sem framkvæmdastjóri hjá Atlas Ejendomme A/S í Kaupmannahöfn. Sigríður Hrefna á sæti í stjórn fasteignafélagsins Regins hf. og Whistles Ltd.