Hótelherbergi, Hótel Klettur
Hótelherbergi, Hótel Klettur
© vb.is (vb.is)

Frá byrjun árs hafa verið gefin út rekstrarleyfi fyrir rúmlega 200 gististaði, flest íbúðir, með um eitt þúsund rúmum.

Þetta kom í ljós þegar Samtök ferðaþjónustunnar endurskoðuðu lista yfir leyfislausa gististaði sem sendir voru til lögreglustjóra og sýslumanna höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar og Reykjaness eftir úttekt á stöðu leyfismála í janúar og febrúar síðastliðinn.

SAF segir að samt virðist talsvert margir gististaðir enn vera án rekstrarleyfa og verða sýslumenn á næstu dögum inntir eftir ástæðum þess. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að sæki gististaðir ekki um rekstrarleyfi verði þeim tafarlaust lokað.