Hópur fjárfesta undir forystu Títan fjárfestingarfélags, sem er í eigu Skúla Mogensen, og Samherja mun leggja MP Banka til 5 milljarða króna í formi nýs hlutafjár og taka í kjölfarið yfir alla innlenda starfsemi bankans sem og starfsemi hans í Litháen. Önnur erlend starfsemi bankans, þ.m.t. sú í Úkraínu, verður áfram í eigu núverandi hluthafa.

Samkvæmt trúnaðargögnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir fagfjárfestar í hópnum auk Títan og Samherja og stendur til að skrá MP Banka á markað innan þriggja ára. Markmiðið er að enginn einn aðili fari með virkan eignarhlut í bankanum í kjölfar skráningar. Auk þess kemur til greina að sameina bankana einhverjum öðrum þegar endurskipulagningu bankakerfisins er lokið eða selja hann erlendum fjárfestum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð. Viðskiptablaðið er selt í lausasölu í þessum verslunum.