Birna Mjöll Rannversdóttir, Jóhann I. C. Solomon, Jónas Rafn Tómasson og Sigríður Soffía Sigurðardóttir eru komin í hóp hluthafa hjá KPMG.

Birna Mjöll starfar á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG. Birna er viðskiptafræðingur með cand oecon gráðu frá Háskóla Íslands frá árinu 1994. Hún lauk löggildingu í endurskoðun á árinu 2008. Birna hóf störf hjá KPMG í Borgarnesi á árinu 1999.

Jóhann starfar á ráðgjafarsviði KPMG og veitir fyrirtækjum reikningsskilaráðgjöf. Jóhann er viðskiptafræðingur með cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Hann hefur starfað hjá KPMG frá árinu 1999.

Jónas Rafn starfar sem lögmaður á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Hann lauk lagaprófi frá lagadeild Háskólans á Bifröst árið 2009 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2010. Hann hefur starfað á skatta- og lögfræðisviði KPMG frá árinu 2006.

Sigríður Soffía starfar á endurskoðunarsviði KPMG. Hún lauk Cand. oecon frá Háskóla Íslands árið 2006 og lauk löggildingu í endurskoðun á árinu 2011. Soffía hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2005.