Hlutafé Virðingar hf. hefur verið aukið í kjölfar nýlegs hluthafafundar og féllu eldri hluthafar frá forkaupsrétti sínum. Afkoma félagsins fyrir liðið rekstarár var góð og  arðsemi eiginfjár 17% segir í tilkynningu félagsins. Heildareignir eftir hlutafjáraukningu eru 460 miljónir króna og eignir í stýringu um 25 milljarðar króna. Eftir hlutafjáraukninguna er eiginfjárhlutfall félagsins 95%.

Meðal nýju hluthafanna eru Arev verðbréfafyrirtæki hf., Eignarhaldsfélagið Vor ehf., Lífeyrissjóður verkfræðinga, Verslunarfélag Einars Þorgilssonar ehf., Aðalsteinn Karlsson, Arnbjörn Ingimundarson, Friðjón Rúnar Sigurðsson, Guðmundur Albert Birgisson, Ingvar J. Karlsson og starfsmenn. Í hluthafahópnum fyrir voru Sameinaði
lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóðurinn Stafir ásamt þeim stéttarfélögum sem að þeim standa.


Breytingar urðu einnig á stjórn félagsins og eiga þar nú sæti Guðmundur Albert Birgisson, Jón Scheving Thorsteinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Stefán Halldórsson og Friðjón Rúnar Sigurðsson sem er jafnframt formaður stjórnar.


Varamenn eru: Björn Ragnar Ragnarsson, Elín Jónsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Áss Grétarsson og Ingvar J. Karlsson.

Virðing hf. er verðbréfafyrirtæki, stofnað árið 1999 af Sameinaða lífeyrissjóðnum, lífeyrissjóðnum Lífiðn og stéttarfélögum. Í dag eru tekjusvið félagsins þrjú; eignastýring, veðskuldabréf og miðlun. Hjá Virðingu starfa alls átta sérfræðingar og framkvæmdastjóri félagsins er Egill Tryggvason.